top of page

Olíumiðstöðvar

Vélanaust - bátar - Rútur - Vörubílar - Húsbílar

Vélanaust er umboðsaðili fyrir díselmiðstöðvar frá finnska framleiðandanum Wallas, auk þess sem við bjóðum gas og olíumiðstöðvar frá Autoterm og Propex.

Kerfin sem þessir framleiðendur bjóða eru af nýjustu gerð og hafa fylgt helstu framþróun í tækni s.s. tengingar við snallsíma o.fl.

Olíumiðstöðvar frá Wallas
olíumiðstöðvar, olíufíring, díselmiðstöðvar

Wallas - gæði á kaldri stundu

  • Bátar - Húsbílar - Ferðahýsi
  • Rútur - Vörubifreiðar
  • Sumarbústaðurinn
  • Olíumiðstöðvar - Díselmiðstöðvar
  • Varahlutir fyrir Wallas
Olíumiðstöðvar Wallas
bátamiðstöð, olíumiðstöð, olíufíring

Vinsælt frá Wallas

WALLAS díselolíu miðstöðvar í báta

 

Dísel miðstöðvarnar frá Wallas hafa reynst vel við Íslenskar aðstæður þar sem gæði, áreiðanleiki og ending þeirra hafa skilað sér í ánægju notanda.

Vélanaust býður breiða línu af þessum miðstöðvum allt eftir stærð og þörf báta. Vinsælasta útgáfan á Íslandi hefur verið Wallas 30DT dísel miðstöðin.

Wallas 30DT - Díselolíu miðstöð

  • Einstaklega hljóðlát 3 kW dísel miðstöð

  • Orkunotkun er mjög lítil miðað við loftflæði

  • Frábær fyrir báta allt að 12m

  • Möguleiki á fjarstýringu - Hitaðu bátin með fjarstýringu

Vinsælt frá Wallas

Olíumiðstöð, helluborð, kynding
WALLAS XC Duo - fyrir Húsbíla (og báta)

XC Duo er frábær nýjung á Íslenskum markaði. Hér hafa eiginleikar dísel miðstöðvar og keramik helluborðs verið leiddir saman í eina vöru.

Helluborð + Lofthitun í einum pakka!
helluborð olíumiðstöð, kynding

Díselolíu fyrir búnaðin má taka úr olíutanki bifreiða. Þar sem ekki er aðgengi að díselolíu er mögulegt að setja upp auka díselolíu tank. Búnaðurinn notar 12V rafmagn og er rafmagnsþörf mjög lítil. 

Uppsetning er einföld - Sjá myndband hér til hliðar

Vinsælt frá Wallas

WALLAS 26CC / 40CC


 Olíuofnarnir frá Wallas, Finnlandi eru sérhannaðir fyrir sumarhús og heils árs bústaði og ganga á dísilolíu, ljósaolíu eða steinolíu. 


 Ofnarnir nota 12V rafmagn til að stýra hitun, gjarnan frá sólarsellu og/eða vindrafal.
 Þeir fást í tveimur stærðum 2,6 og 4Kw og fara vel á gólfi, engu líkari en stórum hátalara frá hljómtækjasamstæðu.

 Dæmigert sett samanstendur af ofni, reykröri, hitahlíf(úti), hitastilli (termostati) og jafnvel GSM stýringu (sími eða spjaldtölva m snertiskjá). 

Skoðið bækling á ensku með því að smella á viðkomandi hlekk hér að neðan. 

Olíuofn olíuofnar

Autoterm -  Atvinnutæki -Bílar og Bátar

  • Olíumiðstöðvar
  • Lofthitarar
  • Varahlutir
Olíumiðstöðvar Autoterm

Vinsælt frá Autoterm

Binar 5D 24V Forhitari

 

Vélanaust býður þennan vandaða forhitara frá Autoterm. Forhitarinn er notaður til þess að forhita fyrir ræsingu og hita vatnskæld ökutæki með allt að 3,5l vél við aðstæður allt að -45°С. Þessi forhitari er til í útgáfum fyrir dísel og bensín bifreiðar.

Helstu kostir:

  • Hagkvæmt verð

  • Allir helstu íhlutir eru framleiddir af þekktum framleiðendum, má hér nefna;     eldsneytisdæla - Thomas Mgnete, hringrásardæla - BOSCH, tengi - Tyco Electronics

  • Forhitaranum má stýra með tímarofa og/eða gsm tengingu

Forhitari, vatnshitari
Forhitari vatnshitari

Vinsælt frá Autoterm

Olíumiðstöð díselmiðstöð
Autoterm 14ТС-10 MINI Olíumiðstöð

 

Hér er á ferðinni uppfærð og minni útgáfa af «14ТС-10» olíumiðstöðinni sem hefur margsannað notagildi sitt á s.l. árum. Búnaðinum má stjórna með snjallsíma, tímarofa og/eða gsm síma.

Vinsælt frá Autoterm

Olíumiðstöð díselmiðstöð
PLANAR-8DM-12 TM ( 8 KW)

 

Diesel lofthitari í setti með öllum helstu íhlutum til uppsetningar. Hitarinn virkar vel í stýrishúsum vörubifreiða, minni rútum, húsbílum, bátum o.fl.

Planar 44D-12-GP Olíumiðstöð

 

Planar 44D-12-GP Dísel olíumiðstöðin kemur í pakka með þeim öllum þeim helstu hlutum og áhöldum sem nauðsynleg eru fyrir uppsetningu. Olíufíringin hitar upp stýrishús og svefnrými í öllum helstu stærðum af vörubílum, rútum, sendibílum, bátum o.fl.

Helstu kostir þessarar olíumiðstöðvar

  • Hagstætt verð

  • Lítil eldsneytisnotkun

  • Lítil orkunotkun - Mögulegt að nota olíumiðstöðina lengi þrátt fyrir vélarstopp

  • Hægt að handstilla afköst eða sjálfstýring með hitastilli

  • Lítið hljóð og aukin líftími vegna kolalauss mótors

  • Innbyggt villuleitarforrit

Vinsælt frá Autoterm

Vinsælt frá Autoterm

Olíumiðstöð olíufíring
PLANAR 4DM2-12 TM ( 3 KW)

 

Olíu lofthitun sem kemur í pakka með öllum helstu íhlutum fyrir snögga uppsetingu. Virkar vel í öllum helstu stýrishúsum vörubifreiða ásamt smærri rútum, bátum ofl. Þessi miðstöð hentar einnig vel fyrir hitun á vörurými (kassa) bifreiða ásamt því að henta vel fyrir smærri rými líkt og vinnuskúra og bílskúra.

  • Hagkvæmt verð

  • Lítil eldsneytiseyðsla

  • Lítil rafmagnsnotkun þegar miðstöðin er notuð í langan tíma meðan vél er ekki í gangi

  • Hljóðlát

Propex - Gasmiðstöðvar

  • Gasmiðstöðvar
  • Vatnshitarar
  • Varahlutir
Gasmiðstöðvar
Gasmiðstöðvar og vatnshitarar fyrir ferðavagna, hestakerrur, báta o.fl.

Propex HS2800

Vönduð gasmiðstöð, sú afkastamesta frá Propex. Hentar stærri húsbílum, hjólhýsum og minni sumarbústöðum.

Propex HS2000

Hagkvæmasti kosturinn í gasi á góðu verði og jafnframt mest selda miðstöðin okkar. Einföld og öflug gas-miðstöð, sem hentar mjög vel í minni vagna, pallhýsi og húsbíla.
Einnig mjög hentug í vinnuvélar, báta ofl.


2000W, 1 hraði með termostati og pústi.

Propex HS2000E

Auka 220V element sem býður upp á 3 hraða og hitaval, 500W(hljóðlaust), 1000W (lágvært)og 2000W

Propex Hitakútar

Propex býður gott úrval af hitakútum fyrir húsbíla, hjólhýsi og ferðavagna.

bottom of page